15/01/2018

Ég er mamma

Eftir langan dag þegar öll börnin mín eru sofnuð, fæ ég þennan svokallaða frjálsa tíma, ein með hugsunum mínum. Hugurinn fer á flug og ég fer að hugsa um hversu mikið ég elska börnin mín og hvort ég sýni þeim það nógu vel, hvort ég hafi nokkuð verið of hörð þegar þau gerðu eitthvað sem þau máttu ekki, hvort þau séu nógu vel nærð og bara hvort ég sé nógu góð mamma. Og ég er alveg örugglega ekki ein um þetta. Það er nefninlega oft sem við mömmurnar erum of dómharðar á okkur sjálfar og þurfum oft einhvern annan til þess að minna okkur á að við erum að standa okkur vel, að við séum í heildina litið góðar mömmur og að við eigum alveg skilið hrós og klapp á öxlina fyrir það sem við erum gera. Ég meina eftir allt saman þá erum við að ala upp manneskjur, lifandi manneskjur sem við berum ábyrgð á og þetta er eitt það erfiðasta hlutverk í lífinu. Og ég stíla þetta ekki bara á mæður heldur foreldra, sama af hvaða kyni eða kynhneigð.

Ég velti því líka oft fyrir mér þegar ég sé aðrar mömmur vera gera eitthvað betur eða öðruvísi en ég “Vá, hún er svo skipulögð, í vinnu og námi. Hvernig er þetta hægt” eða “Hvernig fer hún að því að halda heimilinu svona fínu, með lítið/lítil börn” Og svo mömmurnar sem rokka þetta allt og ná að hugsa um eigin heilsu og útlit, ég bara skil ekki hvernig þetta er hægt. Og því meira sem ég pæli í þessu því meira líður mér eins og ég sé ekki að gera nógu vel. Og svo kemur það, við erum ekki í keppni málið er bara að við erum misjafnar, við höfum mismikla orku, tíma og þarfir okkar eru misjafnar. Eitt eigum við þó sameiginlegt og það er að við erum allar mömmur.

Ég er mamma!

You may also like...

Close