12/04/2018

Svefn, svefn og aftur svefn

Ef þú ert foreldri er líklegt eða nei staðreynd að þú sért oft þreytt/ur. Það að vera foreldri er krefjandi en jafnframt gaman og við eigum öll góða og slæma daga. Þar sem ég á þrjú lítil börn, sem vakna oft á nóttunni þá er svefn eitthvað sem er mér og maka mínum mjög dýrmætt. Og eftir að við eignuðumst börn hefur svefninum mikið raskast, eins og við má búast. Og áður en ég átti börn þá tók ég svefn sem sjálfsögðum hlut. Ég er þó mjög þakklát fyrir það hversu stuðningsríkur maki minn er og hefur verið, því ég fæ mjög oft tækifæri til þess að leggja mig. Og þetta er lúxus í augum margra en fyrir mér er þetta nauðsyn en ég veit ekki hversu oft ég hef fengið samviskubit yfir því að leggja mig. Því í alvörunni talað þá erum við mennsk og fullorðið fólk þarf alveg jafn mikið á svefn að halda og börn.

Sumar nætur virðast vera endalausar, þá meina ég vegna þess að maður er alltaf vaknandi eða meira og minna hálf vakandi. Svefn og heilsa helst í hendur, enda er svefn einn mikilvægasti hluti af góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Ég hef átt erfitt með svefn síðan ég var unglingur, aðallega þá það að sofna en eftir barneignir bættist við það að ná að sofa heila nótt án truflana. Og ég get svarið það að ég hef ekki sofið heila nótt síðan ég átti mitt fyrsta barn, árið 2014 og það tekur á. Svefnleysi er eitthvað sem er engum hollt og þess vegna er svo mikilvægt að hjálpast að og leggja sig þegar tækifæri gefst!

Ég er foreldri og ég glími við síþreytu, svo ég elska að lúra á daginn.

You may also like...

Close