Öryggi barna

Eins og flestir sem þekkja mig vita þá hugsa ég mikið um öryggi barna minna, bæði á heimilinu og utan heimilisins. Heima hjá mér eru læsingar á skúffum og skápum sem innihalda eitthvað sem er hættulegt fyrir börn að komast í, eins og t.d. hnífaparaskúffan og lyfjaskápurinn. Ég geymi öll þvottarefni, hreinsisprey og eiturefni inn í þvottarhúsi og svo er þvottarhúsið læst nema þegar við þurfum að fara þar inn. Uppþvottalögur og þess háttar er upp í háum skáp inn í eldhúsi sem að er læstur. Við búum á fimmtu hæð í blokk svo það kom ekki annað til greina en að setja krók á svalahurðina. Ég er líka með barnalæsingu á eldunarofninum, ísskápnum og frystiskápnum. Svo er þetta týpíska, eins og öryggi í innstungum sem eru neðarlega, snúrur vel frágengnar, virkir reykskynjarar á viðeigandi stöðum, hornvarnir á vissum hornum, sjónvarp fest upp á vegg, hitastýrð blöndunartæki, gúmmímotta í baðkari beisli í matarstólum og síðast en ekki síst að allar kommóður og hillur eru festar við vegg.

Hætturnar leynast víða

Áður en ég varð mamma hélt ég að ég væri með allt á hreinu þegar við kemur öryggi barna en svo er ég alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem getur verið hættulegt börnum. Ég ætla að búa til einfaldan lista yfir hluti sem að ég veit að, sem að geta verið hættulegir börnum.

 • Plastpokar/pokar

 • Bönd á ýmsu dóti.

 • Batterí

 • Gardínusnúrur

 • Hreinsisprey

 • Uppþvottlögur/uppþvottakubbar

 • Þvottarefni

 • Skæri

 • Hnífapör

 • Smáhlutir

 • Helluborð

 • Eldunarofn

 • Öll lyf, bæði í töfluformi og vökvaformi

 • Of stórir matarbitar

 • Heftari

 • Gatari

 • Tappar á flöskum, fernum og skvísum

 • Leikföng sem eru ekki CE merkt og leikföng sem eru með batterí í óskrúfuðu hólfi.

 • BPA í plasti

 • Kveikjarar/eldspítur

 • Eitraðar plöntur

Þessi listi er engan veginn tæmandi og bendi ég á öllum foreldrum og þeim sem eru í barneignarhugleiðingum að skoða þennan lista

Öryggi barna í bíl

Börnin mín nota bílstóla eins og flest öll börn í dag enda er það ekkert annað en sjálfsagður hlutur. Einnig þarf að huga að því að börnin séu rétt fest í bílstólana og bílstólarnir rétt festir í bílinn. Ég er svo sem ekki með neina rándýra bílstóla enda á það ekki að skipta mestu máli heldur að það sé góður höfuðpúði á honum og góð hliðarvörn. Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár hvort sé öruggara að hafa börn framvísandi eða bakvísandi og allar nýjustu rannsóknir benda til þess að það sé best að hafa börn bakvísandi til 18 kg ef ekki lengur. Ég þurfti að snúa elsta barni mínu við (s.s. framvísandi) þegar hann var rúmlega 2,5 ára, einfaldlega vegna þess að hann var orðinn svo rosalega langur og miðjubarninu snéri ég við um 2 ára en það var sama sagan með hana. Og það finnst örugglega einhverjum það vera út í hött og myndu jafnvel segja að ég hefði alls ekki átt að gera það og sjálf var ég mjög hikandi, enda vil ég að börnin mín séu örugg. Svo hefur það líka verið í umræðunni að aldrei eigi að nota sessu án baks og persónulega mun ég alltaf velja sessu með baki. Einnig er mikilvægt að hafa barnalæsingu á hurðum aftur í. Það er hægt að sjá allt um öryggi barna í bíl á samgöngustofunni.

Inga Hrönn :