19/06/2018

Klumbufætur

Klumbufætur, hvað er það?

Klumbufætur eru meðfæddir, stundum báðir fætur og stundum bara annar fóturinn. Það sem gerist er að sinarnar í fætinum eru of stuttar og því beygist fóturinn inn á við (sjá á mynd fyrir neðan) og þarf barn meðferð fljótlega eftir að það fæðist. Meðferðin tekur að meðaltali 4 ár og í sumum tilfellum þurfa börn að fá sérhannaða gönguskó og stundum í sitthvorri stærðinni því að fæturnir gætu orðið mislangir. Klumbufætur eru ekki algengir en það greinast að meðatali tvö tilfelli á ári á Íslandi.

Þegar ég var ólétt af mínu þriðja barni sem fæddist í júlí 2017, kom í ljós í 20 vikna sónarinum að hann væri með klumbufót. Okkur var sagt að grunur væri um það og fengum við tíma hjá sérfræðingi nokkrum dögum seinna sem að staðfesti að hann væri með klumbufót á hægri fæti. Þetta var pínu sjokk fyrst vegna þess að við vissum ekkert um klumbufætur og fórum eins og margir beint á google til að fá meiri upplýsingar. Eftir að hafa lesið okkur til um þetta róaðist hugurinn aðeins. Við fengum tíma hjá Sigurveigi bæklunarlækni á meðan ég var enn ólétt og útskýrði hún fyrir okkur hvernig meðferð tæki við þegar hann kæmi í heiminn.

Klumbufótur

Þegar hann var um tveggja vikna fórum við í fyrsta tíman til Sigurveigar og hófum meðferðina strax þá. Hann fékk gifs sem að var skipt um vikulega í 6 vikur til að rétta fótinn hægt og rólega. Þar næst tók við spelkur skór eins og ég kalla þá og þurfti hann að vera í þeim 24/7 í 3 mánuði. Það tók heldur betur á okkur foreldrana, ekki bara vegna þess að þetta pirraði hann stundum, heldur vegna þess að það var rosalega erfitt að halda á honum. Og við tókum eftir því að fólk í kringum okkur var ekkert mikið að sækjast eftir því heldur. Svo þurftum við að taka spelkurnar með okkur allt.

Í gifsinu

Í gifsinu

Í dag notar hann spelkurnar bara á nóttunni sem að getur breyst ef fóturinn fer að ganga til baka. Áætlaður meðferðartími hjá honum er til 4 – 5 ára. Hann er ekkert sérstaklega ánægður að vera í spelkunum og vaknar oft á nóttunni vegna þeirra, því hann á erfiðara með að snúa sér og svo rekur hann spelkurnar í rimlana og vaknar við það.

Spelku skórnir

 

You may also like...

Close