06/09/2018

Staðalímyndir

Það eru til svo mikið af staðalímyndum í heiminum í dag, þó svo margir séu að reyna brjóta niður þær niður. Konur, karlar og meira að segja börn eru sífellt undir pressu að falla inn, vera svona eða hins vegin og þekkist þetta langmest í fyrirsætugeiranum. Sem betur fer er fólk í dag að vekja upp vitund að við erum öll misjöfn eins og við erum mörg og að það er ekki hægt að setja alla í sama kassan. Þar sem ég er mikið sammála þessu þá langar mig að tala aðeins um mömmu staðalímyndina sem virðist vera hægt og rólega að fjara út.

Hér áður fyrr voru það konurnar sem sáu um börnin og áttu að gera það vel, halda heimilinu hreinu og elda kvöldmatinn og líka líta vel út. En hversu mikið af þessum konum haldiði að hafi langað til þess af og til að henda af sér svuntunni, leggjast í sófan og ekki þurfa að hafa allt fullkomið, alltaf! Örugglega mjög margar! Ég ólst sjálf upp við það að mamma sá um heimilið og allt sem því tengdist og pabbi vann mikið. Samt var mér kennt jafnrétti og fyrst og fremst að vera góð við annað fólk og ekki dæma fólk eftir útliti eða hvort það væri fátækt eða ríkt. Ég spáði nú ekkert mikið í þessu þegar að ég var barn en þegar ég var orðin fullorðin spurði ég mömmu hvers vegna þetta hefði verið skipt svona og hún sagði mér að þetta var það sem þau bæði vildu.

2018 mamman

Nú er komið 2018 og mömmur í dag eru alls konar og uppeldisaðferðir misjafnar, samt sem áður finna margar mæður fyrir þessari pressu að vera fullkomin. Sem dæmi má nefna þetta “að komast í form eftir barnsfæðingu” og vera komin í þrusu form helst áður en barnið verður 6 mánaða. Þetta er náttúrulega bara út í hött, af hverju mega konur ekki bara fá að slaka á og njóta sín heima með barninu. Ekki misskilja mig, mér finnst frábært að konur hugsi vel um sig, bæði líkama og sál en þær ættu alltaf að gera það án þess að líða eins og þær þurfi þess. Ég sjálf hef alltaf ætlað mér að komast í form eftir hverja fæðingu en hef samt aldrei virkilega langað til þess bara fyrir sjálfa mig. Er ég ósátt við líkama minn? Já, ég er ósátt við ýmsilegt en ef ég færi nú að breyta matarræðinu og stunda hreyfingu af einhverju viti væri það fyrst og fremst vegna heilsunnar, ekki bara til þess að missa þessi aukakíló. Því að það að vera í góðu líkamlegu formi er svo miklu meira en bara að líta vel út nakin! En já ég er komin svolítið út fyrir efnið. Mömmur eru og eiga að fá að vera alls konar, hvort sem þú leyfir barninu þínu að horfa á sjónvarp eða ekki. Hvort sem að það sé alltaf hreint og fínt hjá þér eða ekki. Svo lengi sem að þú sýnir barninu/börnunum þínu/m ást og umhyggju og hugsar vel um grunnþarfir þess/þeirra þá ertu eins og þau segja “doing a good job”

Hér er ég á góðum degi

You may also like...

Close