30/09/2018

Slysin gera ekki boð á undan sér

Það er versta martröð foreldra að missa barn sitt. Þann 29.September síðast liðinn komum ég og maður minn nálægt því, þegar að tveggja ára gamla dóttir okkar klemmdist í læknabekk á læknavaktinni.

Þessi dagur byrjaði eins og flest allir dagar, við vöknuðum með börnunum, kveiktum á barnatímanum og borðuðum morgunmat. Börnin okkar þrjú voru öll búin að vera slöpp og ákváðum við því að fara með þau öll á læknavaktina í skoðun. Þegar röðin kom að okkur byrjaði læknirinn á því að skoða elsta son okkar, því næst dóttir okkar og síðast yngri strákinn okkar. Þegar því lauk þurfti hann að taka strok hjá elsta syni okkar og var hann frekar órólegur. Það næsta sem gerðist gat enginn séð fyrir en dóttir okkar stakk höfðinu undir læknabekkinn og festist þar. Maðurinn minn tók strax eftir þessu og fór á eftir henni til að taka hana undan, þegar hann áttar sig á að höfðuðið á henni var fast og því verra að bekkurinn hélt áfram að ganga. Þetta gerðist á aðeins nokkrum sekúndum.

Aldrei verið jafn hrædd á ævinni

Við fórum strax í það að reyna losa hana og setti maðurinn minn fingurnar á milli til þess að reyna stöðva tækið en það einungis hægði á því. Við sem foreldrar fórum í algjört læti og í augnablik héldum við að tveggja ára gamla dóttir okkar væri að fara deyja fyrir framan okkur. Á þeirri stundu horfði ég á hana og öskraði “Nei, nei, nei!” Ég hef aldrei á ævinni verið jafn hrædd, jafn skelfingu lostin. og enga síður maðurinn minn. Það var ekki fyrr en að læknirinn sem að kunni ekki á bekkinn tók hann úr sambandi og maðurinn minn náði að spenna hann í sundur og þar af leiðandi náðum við að losa höfuð dóttir okkar.

Slapp vel

Eftir þetta hræðilega slys gerði læknirinn skoðun á henni og sendi okkur með tilvísun niður á bráðamóttöku barna. Þar var brugðist skjótt við og hún skoðuð bak og fyrir, teknar röngtenmyndir og tölvusneiðmyndir til þess að athuga með höfuðkúpubrot og/eða heilablæðingar. Sem betur fer kom í ljós að hún væri ekki með nein brot, né heilablæðingar. Hún situr eftir með mar, húðblæðingar og tognun í vöðvum.

Rúv tók viðtal við okkur hjónin eða svona meira manninn minn í dag, í þeim tilgangi að verða öðrum víti til varnar og vonandi að verklagi á læknavaktinni verði breytt og búnaður eins og þessir skoðunarbekkir séu endurskoðaðir ef ekki teknir úr umferð.

Hér má sjá viðtalið við okkur í heild sinni

http://www.ruv.is/frett/hofud-tveggja-ara-stulku-klemmdist-i-laeknabekk

You may also like...

Close