21/11/2018

Að velja bardagana

Hér langar mig að tala um það hversu erfitt það getur stundum verið að segja nei við börnin sín og hvernig maður þarf stundum að velja bardagana eða “pick your battles” eins og hugtakið er á ensku. Ég er ung, þriggja barna móðir og börnin mín eru á aldrinum 1 – 4 ára. Maðurinn minn vinnur vaktavinnu og því er ég stundum ein með börnin. Móðurhlutverkið getur verið mjög yfirþyrmandi og stundum gef ég eftir, það er eins og börnin mín þekkja veiku punktana mína.

Ég veit ekki hversu oft ég hef verið þreytt, líkamlega og andlega (aðallega andlega) og gefið eftir og sagt bara “jæja okay, þú mátt fá…Því að börnin gefa ekki eftir, þau eru ekkert að spá hvort þér líði illa eða hvort þú sért þreytt, þótt þessar elskur meina ekki illa með því. Það er því mikilvægt og að mínu mati nauðsynlegt að vita hvenær þú átt að velja bardagana. Ég er nokkuð ströng með nammidaga, sem að eru á laugardögum eins og hefðir hafa verið í fjölda ára. Börn (sem að hafa smakkað nammi) myndu vilja fá svoleiðis á hverjum degi ef þau mættu. Hins vegar hef ég alveg gefið eftir hashtagbadmom en hver hefur það ekki? En það sem að ég hef aðallega gefið eftir er með leiki, eins og að byggja hús í stofunni (setja stofuna á hvolf) með tilheyrandi sængum og teppum og oftar en ekki taka þau pullurnar úr sófanum (hef þó tekist að fá þau til að láta sessupullurnar vera). Og boltaleikir inni, þar eru ég og maðurinn minn ekki sammála en ég leyfi þeim oft að leika með bolta inni, með þeim skilyrðum að þau kasti þeim ekki, “bara sparka í boltan” segi ég. Og í dag eða rétt er að sagt í kvöld blés ég sápukúlur inni, það er bara svo gaman að sjá þau hafa gaman. Einnig hef ég oft leyft þeim að horfa á barnatíma eftir kvöldmat og já stundum alveg í tvo klukkutíma.

Kvöldmatur er eitthvað sem er líka ákveðin hefð á flestum heimilum, á mínu heimili er kvöldmaturinn tími fyrir samveru fjölskyldunnar…eða þannig vil ég hafa það en oftar en ekki þá snýst hann fyrst og fremst um að fá alla til að setjast niður og svo að borða matinn, úff…don’t let me go there…

Svo já ég vel bardagana mína og hugsa stundum bara “fuck it”

 

 

 

You may also like...

Close