CategoryBlogg

Slysin gera ekki boð á undan sér

Það er versta martröð foreldra að missa barn sitt. Þann 29.September síðast liðinn komum ég og maður minn nálægt því, þegar að tveggja ára gamla dóttir okkar klemmdist í læknabekk á læknavaktinni.

Þessi dagur byrjaði eins og flest allir dagar, við vöknuðum með börnunum, kveiktum á barnatímanum og borðuðum morgunmat. Börnin okkar þrjú voru öll búin að vera slöpp og ákváðum við því að fara með þau öll á læknavaktina í skoðun. Þegar röðin kom að okkur byrjaði læknirinn á því að skoða elsta son okkar, því næst dóttir okkar og síðast yngri strákinn okkar. Þegar því lauk þurfti hann að taka strok hjá elsta syni okkar og var hann frekar órólegur. Það næsta sem gerðist gat enginn séð fyrir en dóttir okkar stakk höfðinu undir læknabekkinn og festist þar. Maðurinn minn tók strax eftir þessu og fór á eftir henni til að taka hana undan, þegar hann áttar sig á að höfðuðið á henni var fast og því verra að bekkurinn hélt áfram að ganga. Þetta gerðist á aðeins nokkrum sekúndum.

Aldrei verið jafn hrædd á ævinni

Við fórum strax í það að reyna losa hana og setti maðurinn minn fingurnar á milli til þess að reyna stöðva tækið en það einungis hægði á því. Við sem foreldrar fórum í algjört læti og í augnablik héldum við að tveggja ára gamla dóttir okkar væri að fara deyja fyrir framan okkur. Á þeirri stundu horfði ég á hana og öskraði “Nei, nei, nei!” Ég hef aldrei á ævinni verið jafn hrædd, jafn skelfingu lostin. og enga síður maðurinn minn. Það var ekki fyrr en að læknirinn sem að kunni ekki á bekkinn tók hann úr sambandi og maðurinn minn náði að spenna hann í sundur og þar af leiðandi náðum við að losa höfuð dóttir okkar.

Slapp vel

Eftir þetta hræðilega slys gerði læknirinn skoðun á henni og sendi okkur með tilvísun niður á bráðamóttöku barna. Þar var brugðist skjótt við og hún skoðuð bak og fyrir, teknar röngtenmyndir og tölvusneiðmyndir til þess að athuga með höfuðkúpubrot og/eða heilablæðingar. Sem betur fer kom í ljós að hún væri ekki með nein brot, né heilablæðingar. Hún situr eftir með mar, húðblæðingar og tognun í vöðvum.

Rúv tók viðtal við okkur hjónin eða svona meira manninn minn í dag, í þeim tilgangi að verða öðrum víti til varnar og vonandi að verklagi á læknavaktinni verði breytt og búnaður eins og þessir skoðunarbekkir séu endurskoðaðir ef ekki teknir úr umferð.

Hér má sjá viðtalið við okkur í heild sinni

http://www.ruv.is/frett/hofud-tveggja-ara-stulku-klemmdist-i-laeknabekk

Staðalímyndir

Það eru til svo mikið af staðalímyndum í heiminum í dag, þó svo margir séu að reyna brjóta niður þær niður. Konur, karlar og meira að segja börn eru sífellt undir pressu að falla inn, vera svona eða hins vegin og þekkist þetta langmest í fyrirsætugeiranum. Sem betur fer er fólk í dag að vekja upp vitund að við erum öll misjöfn eins og við erum mörg og að það er ekki hægt að setja alla í sama kassan. Þar sem ég er mikið sammála þessu þá langar mig að tala aðeins um mömmu staðalímyndina sem virðist vera hægt og rólega að fjara út.

Hér áður fyrr voru það konurnar sem sáu um börnin og áttu að gera það vel, halda heimilinu hreinu og elda kvöldmatinn og líka líta vel út. En hversu mikið af þessum konum haldiði að hafi langað til þess af og til að henda af sér svuntunni, leggjast í sófan og ekki þurfa að hafa allt fullkomið, alltaf! Örugglega mjög margar! Ég ólst sjálf upp við það að mamma sá um heimilið og allt sem því tengdist og pabbi vann mikið. Samt var mér kennt jafnrétti og fyrst og fremst að vera góð við annað fólk og ekki dæma fólk eftir útliti eða hvort það væri fátækt eða ríkt. Ég spáði nú ekkert mikið í þessu þegar að ég var barn en þegar ég var orðin fullorðin spurði ég mömmu hvers vegna þetta hefði verið skipt svona og hún sagði mér að þetta var það sem þau bæði vildu.

2018 mamman

Nú er komið 2018 og mömmur í dag eru alls konar og uppeldisaðferðir misjafnar, samt sem áður finna margar mæður fyrir þessari pressu að vera fullkomin. Sem dæmi má nefna þetta “að komast í form eftir barnsfæðingu” og vera komin í þrusu form helst áður en barnið verður 6 mánaða. Þetta er náttúrulega bara út í hött, af hverju mega konur ekki bara fá að slaka á og njóta sín heima með barninu. Ekki misskilja mig, mér finnst frábært að konur hugsi vel um sig, bæði líkama og sál en þær ættu alltaf að gera það án þess að líða eins og þær þurfi þess. Ég sjálf hef alltaf ætlað mér að komast í form eftir hverja fæðingu en hef samt aldrei virkilega langað til þess bara fyrir sjálfa mig. Er ég ósátt við líkama minn? Já, ég er ósátt við ýmsilegt en ef ég færi nú að breyta matarræðinu og stunda hreyfingu af einhverju viti væri það fyrst og fremst vegna heilsunnar, ekki bara til þess að missa þessi aukakíló. Því að það að vera í góðu líkamlegu formi er svo miklu meira en bara að líta vel út nakin! En já ég er komin svolítið út fyrir efnið. Mömmur eru og eiga að fá að vera alls konar, hvort sem þú leyfir barninu þínu að horfa á sjónvarp eða ekki. Hvort sem að það sé alltaf hreint og fínt hjá þér eða ekki. Svo lengi sem að þú sýnir barninu/börnunum þínu/m ást og umhyggju og hugsar vel um grunnþarfir þess/þeirra þá ertu eins og þau segja “doing a good job”

Hér er ég á góðum degi

Bréf til engils

Þú komst og fórst á augabliki, þú fékkst aldrei tækifæri til þess að lifa. Ég mun aldrei heyra þig gráta, hlæja eða sjá þig brosa. Mun ekki geta horft á þig vaxa og dafna. Þú lifðir í 21 vikur, þú varst hér, þú varst til. Orð geta ekki lýst tilfinningunni þegar ég missti þig.

Þú varst heilbrigð, fullkomin í alla staða, það var ég, líkami minn sem að var veikur. Það var annað hvort að við færum báðar eða bara þú, hvorugt færir mig þig. Ég hefði dáið fyrir þig ef það hefði þýtt að þú myndir lifa. Og að lifa án þín er erfitt en ég verð að vera sterk því systkini þín þurfa á mér að halda, þurfa á okkur að halda. Sumir segja að lífið heldur áfram, sem það gerir en það er ekki eins, ekkert er eins. Það er eitthvað sem brotnar inn í manni. Ætli við lærum ekki að lifa með þessu.

Þetta er enn allt svo óraunverulegt, fæðingin, tíminn með þér á spítalanum og jarðarförin. Elsku litla líf, eins og ljósmóðirinn sagði sem að tók á móti þér, ekki vitandi það að við vorum löngu búin að velja nafn á þig. Kristíana Líf, fædd og dáin 22.Maí.2018. Ég vil að þú vitir hversu mikið elskuð þú ert og verður alltaf og að þér verður aldrei gleymt, aldrei!

Ég var orðin svo spennt að hitta þig, fá að fara með þig heim en í staðinn fór ég tómhent heim. Ég sá hinar mömmurnar, með nýfæddu börnin sín. Ég sá mann fram á gangi sem sat með nýfædda barnið sitt, svo glaður, svo ástfanginn. Ég talaði við hann, af hverju veit ég ekki en í lok samræðunnar óskaði ég honum til hamingju, hann horfði á mig brosandi og sagði “Takk sömuleiðis” Mig langaði svo að segja honum að barnið mitt væri dáið en í staðinn brosti ég og sagði lágt “takk”. Því hver er ég að hella minni sorg yfir á hann, yfir á einhvern annan sem var ekki að upplifa það sama. Á leiðinni á stofuna mína sá ég inn til konu sem var með ömmuna og afan í heimsókn, amman hélt á barninu brosandi og allir aðrir líka. Þetta voru bara nokkrar sekúndur en leið eins og heil eilíf, þegar ég kom að hurðinni, stoppaði ég andartak áður en ég tók í hurðarhúninn og opnaði. Mig langaði ekki að fara inn, því ég vissi að þarna inni væri látið barn mitt og maki og öll sorgin og reiðin. Ég dróg djúpt inn andann og opnaði og leið og ég steig inn brotnaði ég niður og grét. Maðurinn minn spurði hvað hafði gerst og ég sagði honum það og hann sagði ekki neitt, heldur tók hann bara utan um mig.

Þú varst jarðsett hjá langafa þínum, þann 25.Maí.2018 og þetta er erfiðasta jarðarförin sem að ég hef farið í enda eru minnstu kisturnar þær þyngstu að bera.

Ég elska þig og sakna þín

Mamma

 

Klumbufætur

Klumbufætur, hvað er það?

Klumbufætur eru meðfæddir, stundum báðir fætur og stundum bara annar fóturinn. Það sem gerist er að sinarnar í fætinum eru of stuttar og því beygist fóturinn inn á við (sjá á mynd fyrir neðan) og þarf barn meðferð fljótlega eftir að það fæðist. Meðferðin tekur að meðaltali 4 ár og í sumum tilfellum þurfa börn að fá sérhannaða gönguskó og stundum í sitthvorri stærðinni því að fæturnir gætu orðið mislangir. Klumbufætur eru ekki algengir en það greinast að meðatali tvö tilfelli á ári á Íslandi.

Þegar ég var ólétt af mínu þriðja barni sem fæddist í júlí 2017, kom í ljós í 20 vikna sónarinum að hann væri með klumbufót. Okkur var sagt að grunur væri um það og fengum við tíma hjá sérfræðingi nokkrum dögum seinna sem að staðfesti að hann væri með klumbufót á hægri fæti. Þetta var pínu sjokk fyrst vegna þess að við vissum ekkert um klumbufætur og fórum eins og margir beint á google til að fá meiri upplýsingar. Eftir að hafa lesið okkur til um þetta róaðist hugurinn aðeins. Við fengum tíma hjá Sigurveigi bæklunarlækni á meðan ég var enn ólétt og útskýrði hún fyrir okkur hvernig meðferð tæki við þegar hann kæmi í heiminn.

Klumbufótur

Þegar hann var um tveggja vikna fórum við í fyrsta tíman til Sigurveigar og hófum meðferðina strax þá. Hann fékk gifs sem að var skipt um vikulega í 6 vikur til að rétta fótinn hægt og rólega. Þar næst tók við spelkur skór eins og ég kalla þá og þurfti hann að vera í þeim 24/7 í 3 mánuði. Það tók heldur betur á okkur foreldrana, ekki bara vegna þess að þetta pirraði hann stundum, heldur vegna þess að það var rosalega erfitt að halda á honum. Og við tókum eftir því að fólk í kringum okkur var ekkert mikið að sækjast eftir því heldur. Svo þurftum við að taka spelkurnar með okkur allt.

Í gifsinu
Í gifsinu

Í dag notar hann spelkurnar bara á nóttunni sem að getur breyst ef fóturinn fer að ganga til baka. Áætlaður meðferðartími hjá honum er til 4 – 5 ára. Hann er ekkert sérstaklega ánægður að vera í spelkunum og vaknar oft á nóttunni vegna þeirra, því hann á erfiðara með að snúa sér og svo rekur hann spelkurnar í rimlana og vaknar við það.

Spelku skórnir

 

Pabbinn er að passa

Ég ólst upp við það að mamma var heimavinnandi og pabbi útivinnandi, þar af leiðandi sá mamma um öll heimilisverk og hina skrilljón hlutina sem tengjast því að vera heimavinnnandi. Pabbi minn vann langan og erfiðan vinnudag en þegar hann var ekki að vinna, eyddi hann tímanum með okkur systkinunum. Ég kem úr nokkuð stórri fjölskyldu eða nánar tiltekið sjö manna og þetta var þeirra samkomulag. Í dag eru breyttir tímar og orðið algengara að báðir foreldrar séu útivinnandi, oftar en ekki vegna fjárhagurinn býður ekki upp á annað. Þetta finnst mörgum foreldrum erfitt þar sem þau sjá börnin ekki eins oft og þau myndu vilja. Ekki það að ég vilji að konur séu bara heima í eldhúsinu og karlarnir úti að vinna, enda er árið 2018 ekki 1950. Og í dag ríkir meira jafnrétti á mörgum heimilum, þar sem báðir foreldrar sinna foreldrahlutverkinu og heimilsverkum jafnt og það finnst mér frábært! Hins vegar eru mæður oft taldar vera stærri hlutinn af foreldrahlutverkinu sem að mér finnst frekar leiðinlegt, ekki bara gagnvart mæðrum heldur feðrum líka. Eins og þeir skipti ekki jafn miklu máli í uppeldi barnanna? Og sérstaklega þeir feður sem eru alveg jafnir mæðrunum í foreldrahlutverkinu þ.e. sinna börnunum alveg jafn mikið. Svo eru margir sem tala um hversu heppnar mæður eru að eiga svona góðan barnsföður sem er allt í góðu lagi en bíddu eru þeir ekki jafn heppnir að eiga svona góða barnsmóður. Og þá að hugtakinu “Pabbinn er að passa” Ég hef nú lent í því að vera spurð “Já ok og er pabbinn þá að passa?” og mér finnst það frekar fyndið heldur en eitthvað annað og yfirleitt svara ég bara mjög opið út “Nei, hann er ekkert að passa sín eigin börn” og þá hefur fólk sagt “Æj já, þú veist hvað ég meina” Og svo hlær maður bara að þessu. Eigum við ekki bara að hætta þessari vitleysu og halda áfram að styðja hvort annað og vera góð við hvort annað.

Því það er alveg sama hvort þú sért mamma eða pabbi, bæði eru eitt það mikilvægasta í lífi barnsins/barnanna.

 

Öryggi barna

Eins og flestir sem þekkja mig vita þá hugsa ég mikið um öryggi barna minna, bæði á heimilinu og utan heimilisins. Heima hjá mér eru læsingar á skúffum og skápum sem innihalda eitthvað sem er hættulegt fyrir börn að komast í, eins og t.d. hnífaparaskúffan og lyfjaskápurinn. Ég geymi öll þvottarefni, hreinsisprey og eiturefni inn í þvottarhúsi og svo er þvottarhúsið læst nema þegar við þurfum að fara þar inn. Uppþvottalögur og þess háttar er upp í háum skáp inn í eldhúsi sem að er læstur. Við búum á fimmtu hæð í blokk svo það kom ekki annað til greina en að setja krók á svalahurðina. Ég er líka með barnalæsingu á eldunarofninum, ísskápnum og frystiskápnum. Svo er þetta týpíska, eins og öryggi í innstungum sem eru neðarlega, snúrur vel frágengnar, virkir reykskynjarar á viðeigandi stöðum, hornvarnir á vissum hornum, sjónvarp fest upp á vegg, hitastýrð blöndunartæki, gúmmímotta í baðkari beisli í matarstólum og síðast en ekki síst að allar kommóður og hillur eru festar við vegg.

Hætturnar leynast víða

Áður en ég varð mamma hélt ég að ég væri með allt á hreinu þegar við kemur öryggi barna en svo er ég alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem getur verið hættulegt börnum. Ég ætla að búa til einfaldan lista yfir hluti sem að ég veit að, sem að geta verið hættulegir börnum.

 • Plastpokar/pokar

 • Bönd á ýmsu dóti.

 • Batterí

 • Gardínusnúrur

 • Hreinsisprey

 • Uppþvottlögur/uppþvottakubbar

 • Þvottarefni

 • Skæri

 • Hnífapör

 • Smáhlutir

 • Helluborð

 • Eldunarofn

 • Öll lyf, bæði í töfluformi og vökvaformi

 • Of stórir matarbitar

 • Heftari

 • Gatari

 • Tappar á flöskum, fernum og skvísum

 • Leikföng sem eru ekki CE merkt og leikföng sem eru með batterí í óskrúfuðu hólfi.

 • BPA í plasti

 • Kveikjarar/eldspítur

 • Eitraðar plöntur

Þessi listi er engan veginn tæmandi og bendi ég á öllum foreldrum og þeim sem eru í barneignarhugleiðingum að skoða þennan lista

Öryggi barna í bíl

Börnin mín nota bílstóla eins og flest öll börn í dag enda er það ekkert annað en sjálfsagður hlutur. Einnig þarf að huga að því að börnin séu rétt fest í bílstólana og bílstólarnir rétt festir í bílinn. Ég er svo sem ekki með neina rándýra bílstóla enda á það ekki að skipta mestu máli heldur að það sé góður höfuðpúði á honum og góð hliðarvörn. Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár hvort sé öruggara að hafa börn framvísandi eða bakvísandi og allar nýjustu rannsóknir benda til þess að það sé best að hafa börn bakvísandi til 18 kg ef ekki lengur. Ég þurfti að snúa elsta barni mínu við (s.s. framvísandi) þegar hann var rúmlega 2,5 ára, einfaldlega vegna þess að hann var orðinn svo rosalega langur og miðjubarninu snéri ég við um 2 ára en það var sama sagan með hana. Og það finnst örugglega einhverjum það vera út í hött og myndu jafnvel segja að ég hefði alls ekki átt að gera það og sjálf var ég mjög hikandi, enda vil ég að börnin mín séu örugg. Svo hefur það líka verið í umræðunni að aldrei eigi að nota sessu án baks og persónulega mun ég alltaf velja sessu með baki. Einnig er mikilvægt að hafa barnalæsingu á hurðum aftur í. Það er hægt að sjá allt um öryggi barna í bíl á samgöngustofunni.

Að ferðast erlendis með ung börn

Nú er sumarið að koma (þrátt fyrir veður) og eflaust margar fjölskyldur að skipuleggja frí og oftar en ekki frí erlendis. Og þess vegna ætla ég að segja frá minni reynslu þegar ég fór út fyrir tveimur árum og hvað mér þótti mikilvægast varðandi flug ofl.

Þegar ég átti bara tvö börn (já ég veit bara),  þá fórum við fjölskyldan til spánar, sumarið 2016. Strákurinn var þá 18 mánaða og stelpan 4 mánaða og það var margt sem þurfti að huga að fyrir ferðina. Við vorum spennt en líka mjög stressuð að þetta myndi ekki vera neitt frí og vorum sérstaklega stressuð fyrir fluginu. Ég reyndi að lesa mig til um ráð varðandi hvernig væri best að hátta fluginu með svona ung börn og það sem ég komst að er að það er nr. 1, 2 og 3 að vera með nóg að narta í og nóg að drekka, svo kodda og teppi og einhverja afþreyingu. Við vorum með burðarpoka fyrir stelpuna okkar sem við notuðum að hluta til í fluginu. Og sú yngri var á pela svo við tókum nóg af því með í flugið og líka nóg út, því við vorum ekki viss hvort þessi tegund þurrmjólkar væri til á spáni. Og viti menn, þetta gekk bara rosalega vel og það heyrðist ekki í þeim allt flugið og þau sváfu meira að segja helminginn af því.

Við vorum heppinn að tengdó komu með út, svo það voru nóg af auka höndum ef eitthvað kæmi upp á. Þau pössuðu alveg fyrir okkur klukkutíma hér og þar og svo eitt kvöldið svo við kæmumst út bara tvö saman. Við tókum tvíbura/systkina kerru með út sem ég myndi telja vera algjör nauðsyn þegar ferðast er með svona ung börn. Og ömmustólinn tókum við með líka sem að ég var ekki viss hvort kæmi sér að góðum notum en svo notuðum við hann mikið, t.d. á sundlaugasvæði hótelsins og uppá herbergi. Strákurinn okkar sem var 18 mánaða á þessum tíma, vildi að sjálfsögðu labba eitthvað líka sem hann gerði og við vorum með svona beisli en það gekk ekki nógu vel því að hann var alltaf á hlaupum og oft við það að hrasa fram fyrir sig. Ári seinna sá ég öryggisarmband sem ég ætla pottþétt að prófa næst þegar við förum út. Ég veit hins vegar ekki hvort þetta fáist hérlendis né hvort þetta sé CE merkt.

Hótelið sem við gistum á var þriggja til fjögurra stjarna hótel og stóð undir því. Það er tvennt sem ég get sett út á og það er að rimlarúmin voru ekki alveg upp á sitt besta og þrátt fyrir að botninn var í lægstu stillingu var það ekki nógu hátt og því ekki eins öruggt að mínu mati. Svo vorum við upp á sjöundu hæð og með svalir sem voru með engan lás eða krók fyrir öryggi barnanna.

Börnin mín nota MAM snuð og vilja einungis þau snuð. Við tókum með þrjú snuð út, við héldum að eitt hafi týndst upp á keflarvíkurflugvelli ásamt snuddubandi en svo kom í ljós að það gleymdist í bílnum. Og þá voru þau tvö eftir og annað snuðið týndist úti eftir eina kvöldgönguna. Og það var ekki til svona snuð úti, alla vaga fundu við það ekki. Og maðurinn minn fór út klukkan rúmlega ellefu að kvöldi til að leita að snuðinu og hann fann það! Hann sagði reyndar við mig að þetta myndum við ekki segja neinum, að við hefðum látið barnið fá snuð sem hafði legið í götunni í einhvern tíma og já, við suðum það!

Sólarvörn er eitthvað sem er mikilvægt fyrir alla og þá sérstaklega fyrir börn, því ef barn brennur illa er nokkurn veginn hægt að segja að fríið sé ónýtt. Ég og maki minn pössuðum okkur rosa vel á þessu og bárum sólarvörn á þau mörgum sinnum á dag. Einnig reyndum við að hafa þau í skugga eins og hægt var og svo vorum við með auka sólhlíf á kerrunni fyrir yngra barnið. Við vorum með 50 stiga sólarvörn fyrir þau þó svo að hitinn fór aldrei svo hátt, því við vildum vera alveg örugg. Svo pössuðum við líka að þau drykkju nóg yfir daginn, því ekki vill maður að þau fái sólsting elsku greyin.

Og ég held ég sé ekki að gleyma neinu en í heildina litið var ferðin mjög góð í alla staði.

Svefn, svefn og aftur svefn

Ef þú ert foreldri er líklegt eða nei staðreynd að þú sért oft þreytt/ur. Það að vera foreldri er krefjandi en jafnframt gaman og við eigum öll góða og slæma daga. Þar sem ég á þrjú lítil börn, sem vakna oft á nóttunni þá er svefn eitthvað sem er mér og maka mínum mjög dýrmætt. Og eftir að við eignuðumst börn hefur svefninum mikið raskast, eins og við má búast. Og áður en ég átti börn þá tók ég svefn sem sjálfsögðum hlut. Ég er þó mjög þakklát fyrir það hversu stuðningsríkur maki minn er og hefur verið, því ég fæ mjög oft tækifæri til þess að leggja mig. Og þetta er lúxus í augum margra en fyrir mér er þetta nauðsyn en ég veit ekki hversu oft ég hef fengið samviskubit yfir því að leggja mig. Því í alvörunni talað þá erum við mennsk og fullorðið fólk þarf alveg jafn mikið á svefn að halda og börn.

Sumar nætur virðast vera endalausar, þá meina ég vegna þess að maður er alltaf vaknandi eða meira og minna hálf vakandi. Svefn og heilsa helst í hendur, enda er svefn einn mikilvægasti hluti af góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Ég hef átt erfitt með svefn síðan ég var unglingur, aðallega þá það að sofna en eftir barneignir bættist við það að ná að sofa heila nótt án truflana. Og ég get svarið það að ég hef ekki sofið heila nótt síðan ég átti mitt fyrsta barn, árið 2014 og það tekur á. Svefnleysi er eitthvað sem er engum hollt og þess vegna er svo mikilvægt að hjálpast að og leggja sig þegar tækifæri gefst!

Ég er foreldri og ég glími við síþreytu, svo ég elska að lúra á daginn.

Stutt á milli

Ég átti mín þrjú börn á tæplega fjórum árum og það hefur verið einn stór rússíbani: Spennandi, ógnvekjandi, skemmtilegt, yfirþyrmandi en að lokum er ég ánægð að hafa eignast þau. Þið sem þekkið mig vel, vitið að ég elska börnin mín meira en allt en ég get sagt það að þetta hefur ekki verið auðvelt. Ég náttúrulega þekki ekkert annað en að hafa stutt á milli barna svo ég get ekki beint borið mig saman við þær mæður sem eru með lengra eða mislangt á milli barna. Ég get aðeins talað um mína upplifun, mína reynslu af því að eiga börn með svona stuttu millibili. Börnin mín eru 3 ára, 2 ára (14 mánuðir á milli) og 6 mánaða (17 mánuðir á milli). Og það hugsa eflaust mörg ykkar “vá hún hlýtur þá að hafa átt svona góðar meðgöngur” en það er því miður ekki rétt. Ég átti mjög erfiðar meðgöngur. Fyrir það fyrsta var ég með ógleði og uppköst alla 9 mánuðina á öllum meðgöngunum, á annarri meðgöngunni var ég lögð inn um 30 vikur vegna alvarlegs vökvaskort og var þá greind með hyperemesis gravidarum sem er sjúkdómur sem konur fá á meðgöngu og er afar sjaldgæfur. Hann einkennist af miklu uppköstum og ógleði allan sólarhring, minnkaðri matarlyst, vökvaskort og þyngdartapi. Ég missti samt sem áður ekki svo mörg kíló en í lok hverrar meðgöngu var ég jafn þung og ég var í byrjun meðgöngunnar. Ég prufaði lyf við þessu á annarri meðgöngu, postafen, afipran og phenergan og enginn þeirra virkaði. Á minni þriðju meðgöngu fékk ég lyf sem heitir zofran og er það notað við ógleði hjá krabbameinssjúklingum og talið sterkasta ógleðislyfið sem til er. Og viti menn, það virkaði á ógleðina og minnkaði uppköstin alveg gríðarlega. Matarlystin breyttist hins vegar ekki neitt en ég er mjög matvond og enn meira matvond þegar ég er ólétt. Ég lifði bókstaflega á bönunum, svala, brauð og pepsi. Og ég veit að það er ekki besta næringin fyrir barnið en ég kom sjaldan einhverju öðru ofan í mig og börnin mín eru alveg heilbrigð þrátt fyrir það. Og þessi ógleði og uppköst hafa rosalega mikil áhrif á allt, ég var orkulaus, alltaf þreytt, fékk oft í magan og svaf oft meira og minna alla daga.

Fyrir utan ógleði og uppköst þá þjáðist ég af miklum grindarverkjum og bakverkjum, ég er bakveik fyrir og versnaði mjög svo á öllum mínum meðgöngum. Á fyrstu meðgöngu var ég verst og svo bættist ofan á mikill bjúgur í lokin. Á annarri meðgöngu var ég slæm í grind og baki en ekki eins slæm og á fyrstu meðgöngu, ég var með slatta af bjúg í lokin og svo var ég með samdrætti með verkjum frá um 36 vikur. Á þriðju meðgöngu var grindin og bakið skást en ég lenti í blæðingum af og til frá því að ég var gengin 24 vikur og þangað til að ég átti. Sem betur fer voru þau alltaf taldar saklausar. Ég byrjaði fyrst að fá samdrætti með verkjum um 28 vikur og verkirnir versnuðu alltaf með tímanum, þangað til að ég var komin 37 vikur, þá fór ég af stað og átti síðan litla drenginn minn 37+1.

Þá að máli málanna, hvernig er það í raun og veru að eiga börn með stuttu millibili?

Það hefur sína kosti og galla, mér finnst svefninn erfiðastur en ég og maðurinn minn þjáumst bæði af síþreytu enda bæði með mjög raskaðan svefn. Og þegar maður er dauðþreytt/ur þá einfaldlega þolir maður ekki eins mikið áreiti og þá daga ertu kannski ekki að gera eins mikið af húsverkum og barnatíminn sér mest um að skemmta börnunum þínum. Og veistu, það er bara allt í lagi! Við foreldarnir erum líka fólk og við erum ekki alltaf 100% og þeir sem ætlast til þess mega bara fara og búa á annarri plánetu. Gallarnir eru líka þeir að þú ert með bleyju faktorí og kúkableyjurnar geta verið margar á dag. Svo er það systkina ástin, eins yndisleg og hún er þá geta þau rifist eins og hundur og köttur. Og þegar þú sérð börnin þín rífast um hvor labbaði á undan hinum langar þig bara að segja “Really, ætliði að gera drama úr þessu” Svo það að fara eitthvert, það þarf að skipuleggja allt og passa að vera með nóg af öllu með, þá er ég að tala um þegar við förum í heimsókn til afa og ömmu. Við vorum einu sinni á leiðinni í smá ferðalag þegar við mættum nágranna konu okkar sem spurði okkur hissa hvort við værum að flytja, svar okkar var einhvern veginn svona “Ha, nei, við erum bara að fara í ferðalag” Hún skildi okkur samt alveg, enda á hún tvö börn sjálf. Matar og háttartíminn getur verið svoldið púsluspil, sérstaklega þegar ég er ein með þau og maðurinn minn á vakt. Þá gef ég litla að borða fyrst, svo byrja ég að elda matinn, gef þeim eldri að borða, þríf og tek til eftir það (oftast strax en ekki alltaf) og svo fara þau stundum í bað, já öll þrjú! Svo er það háttartíminn, oft næ ég ekki að lesa sögu á svona kvöldum og fæ alltaf jafn mikið samviskubit en þá er það vegna þess að litli kútur er eitthvað órólegur og svo er ég bara sjálf oft orðin svo útkeyrð. Kostirnir eru þeir að börnin (mín alla vaga) verða svo góðir vinir og leika í svipuðum leikjum vegna litlum aldursmun. Og svo eru það kúrin, knúsin og kossarnir, ég elska ekkert meira en að fá gott knús frá krílunum mínum. Svo eru margir aðrir kostir en ég nenni ekki að gera svo stóran lista núna.

Í stuttu máli þá er það yndislega erfitt og gaman að eiga börn með stuttu millibili.

Síðasta vélin

Eins og margar húsmæður þarf  ég að sinna mörgum húsverkum, ég er þó heppin að eiga góðan maka sem gerir alveg rosalega mikið af þeim og stundum meira. Móðir mín var rosalega dugleg og skipulögð og hélt heimilinu alltaf hreinu og fínu og það var ekki að sjá að það bjuggu 5 börn á því. Og þegar það kom að þvottinum þá þvoði hún stundum tíu vélar á dag og braut allt saman og gekk frá því á sinn stað. Ég skil hreinlega ekki hvernig hún fór að þessu, því að ég sjálf get þetta ekki en hún hefur sagt það í dag að hún vildi að hún hefði lært að slaka aðeins á. Því það er sama hvaða húsverk það er, þau koma alltaf aftur og aftur. Svo er klukkan orðinn tíu að kvöldi og þér finnst þú búin að gera ekkert annað en að sinna húsverkum en samt eru enn diskar í vaskinum, hlutir sem er ekki á réttum stað og síðast en ekki síst stór þvottahrúga inn í þurrkara.

Þó svo ég sé ekki stöðugt að þvo þvott þá sé ég alltaf til þess að það séu til hrein föt og handklæði fyrir alla í heimilinu. Það hefur þó komið fyrir að öll handklæði séu skítug og börnin þurfa að fara í bað og ekki tími til að þvo handklæði. Þá reyni ég að redda mér með því að nota þurrkhandklæði (þessi til að þurrka hendurnar) og ef þau eru ekki til þá er bara ekkert bað það kvöldið. Ég ólst upp við slíkt og hef alltaf verið með sér handklæði til þess að þurrka hendur eftir handþvott, fyrir mér er það nauðsyn en það eru ekki allir sem nota svona. Ég viðurkenni það samt að ég er enginn þvotta sérfræðingur, ég t.d. hef ekki þann metnað í að strauja allt en t.d. gerði mamma mín það. Talandi um handklæði, þá erum við með mjög mjóan skáp fyrir þau heima hjá okkur og ég var alltaf í basli við að koma þeim öllum inn. Þar til ég prufaði að brjóta saman, rúlla þeim upp, ég veit algjört idiot proof en það breytti öllu saman og ég skil hreinlega ekki af hverju ég hafði ekki fattað það fyrr. Ég er frekar róleg þegar það kemur að þvotti, enda veit ég tómar þvottakörfur eru bara til í ævintýrum, enda er þvotturinn hringrás sem endar aldrei og það er ekkert til sem heitir síðasta vélin.